Hugmyndafræði

Leiðin að stofnun Batahúss var meðal annars skýrsla sem starfshópur á vegum Félagsmálaráðuneytisins vann árið 2019. Þar er gegnum gangandi áhersla á heildstæða og þverfaglega nálgun í málefnum einstaklinga sem hafa hlotið fangelsisdóm.

Batahús er einstaklingsmiðað bataúrræði við enda afplánunar þar sem einstaklingum er boðin heimilisaðstaða til allt að tveggja ára eða eftir atvikum til skemmri tíma. Unnið er með einstaklingum á jafningjagrundvelli út frá hugmyndum um áfallamiðaða nálgun.

Eitt af megin markmiðum Batahúss er að skapa aðstæður þannig að einstaklingur geti beint sjónum sínum frá neyslu og afbrotum og að sjálfsstyrkingu, vinnu, námi og samfélagslegri virkni. Aðstæður eru skapaðar með virðingu og kærleik að leiðarljósi.

 

Batahús