Smelltu á hnappinn til að sækja um búsetu í Batahúsi. Þegar búið er að senda inn umsókn mun forstöðumaður hafa samband eins fljótt og unnt er.

Erum við að leita að þér? Ef þig langar að gerast sjálfboðaliði hjá Batahúsi þá geturðu sent okkur umsókn

Tilgangur félagsins er að aðstoða þá sem hafa lokið afplánun fangelsisdóma, til að komast út í samfélagið að nýju eftir að hafa lokið afplánun, með fræðslu, útvegun atvinnu og húsaskjóli.

Félagið er frjáls félagasamtök og er ekki í atvinnurekstri.

Tilgangi sínum hyggst félagið ná með að hjálpa þeim sem hafa þurft að sæta réttargæslu við að afla sér fræðslu/menntunar til að auðvelda þeim aftur innkomu á vinnumarkað. Auk þess hyggst félagið reka húsnæði sem stendur þessum aðilum til boða á meðan þeir eru að fóta sig í samfélaginu að nýju.

Don’t judge each day by the harvest you reap but by the seeds that you plant.

– Robert Louis Stevenson